24.3.2009 | 08:44
Þemavika
16. - 20.mars vorum við í 5. 6. og 7 bekk að læra um 5 heimsálfur. Við lærðum um eina heimsálfu á dag og skiptum síðan um stofu.
Í Afríku lærði ég afrískan dans og fengum að smakka banana með kókos. Í Asíu var taílensk kona sem kenndi okkur að skera út laufblöð úr gúrkum og lærðum að dansa dans með bambusprikum. Mér fannst líka mjög gaman í Eyjaálfu en þar gerði boomerang eins og frumbyggjar Ástralíu gerðu. Það var líka mjög gaman að gera vinaböndin í S-Ameríku. Í N-Ameríku fannst mér skemmtilegast þegar við fórum í hafnarboltann. Mér fannst þessi þemavika ótrúlega skemmtileg og myndi alveg vilja gera svona aftur en bara að læra um eitthvað annað auðvitað. Bæbæ
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt 20.5.2009 kl. 11:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.