28.5.2010 | 09:22
Gæluverkefni
Fyrir stuttu fékk ég það verkefni að vinna heima í gæluverkefni, þ.e.a.s. ég mátti velja mér verkefni til þess að skrifa um. Síðan átti ég að kynna verkefnið fyrir bekknum. Mér fannst rosalega gaman að geta valið eitthvað skemmtilegt sem mér langaði til þess að gera og af því að mér langaði að gera það gat ég ekki hætt þegar ég var byrjuð. Mér finnst verra að vera með áætulun því að það ruglar mig bara, mér finns betra að geta lært eftir mínu höfði, ef það er eitthvað sem virkar ekki til dæmis ef ég set tvo tíma á föstudag og er síðan að fara í afmælisveislu þá þarf ég að færa tímana aftar og þá verður til svo mikil pressa. Mér finnst betra að hafa ekki áætlun, því að þá næ ég betri ''tengingu'' við verkefnið og mér finnst betra að vinna það. Ég er ánægðust með myndirnar frá Hubble. Þegar ég var að kynna þá urðu allir bara HA!! og sögðu hvernig er þetta hægt.
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 10:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.