Landafræði :)

Ég var að læra í landafræði á miðönn. Ég lærði meðal annars um landbúnað og iðnað í Evrópulöndunum, það kom mér á óvart hvað Suðaustur-Evrópulöndin eru fátæk þrátt fyrir mikið af hráefnum í jörðu þar. Ég hélt líka að hæsta fjall Evrópu væri í Ölpunum en kemur í ljós að það heitir Elbrus og er í Rússlandi. Ég gerði glærur um Makedóníu og einnig photo story verkefni um Írland, ég set bæði verkefnin inn hér á eftir. Mér gekk mjög vel í þessu og held að ég hafi fengið góða einkunn fyrir bæði verkefnin. Ég hef lært rosa mikið núna um Evrópu eins og til dæmis að Bretland skiptist í England, Skotland, Wales og Norður-Írland og margt fleira.Heart


Samfélagsfræði

Í haust/vetur var ég  í samfélagsfræði og var ég að læra um árin í Íslandssögunni frá 870 til 1490. það sem mér fannst áhugaverðast var plágan vegna þess hve margir dóu útaf henni. Við lærðum um marga biskupa en sá sem mér fannst áhugaverðastur hét Þorlákur helgi en hann var biskup í Skálholtsbiskupadæmi. Ástæðan fyrir því að ég valdi þennan biskup er sú að mér fannst það áhugavert að hann var tekinn í dýrlingatölu og Þorláksmessa er haldin hátíðleg vegna hans

Verk og list

Í haust byrjaði hópurinn minn í heimilisfræði. Í heimilisfræði heitir kennarinn okkar Guðrún og þar eldum við og bökum til dæmis kökur, brauð og pastarétti. Síðan fórum við í smíði þar sem kennarinn, Páll okkur að smíða. Í smíði gerðum jólaskraut úr messing með því að saga eitthvað út sem við ákváðum, pússa endana þar til þeir urðu ekki beittir og pússa og pólera skrautið okkar, við máttum líka velja hvort við gerðum bát eða ávaxtabakka. Ég gerði ávaxtabakka. Næst fórum við í hreyfimyndir þar sem við tökum eitthvað klassískt ævintýri og breytum því aðeins, teiknum síðan okkar persónur og bakrunna og tökum síðan myndina upp. Þar næst förum við til Halla tónlistarkennara og hjá honum setjum við hljóð og tónlist inná myndina.

Hringekja

Krökkunum úr 5. og 6.bekk var skipt í hópa og við fórum í hringekju/val. Ég byrjaði hjá Helgu kennara í 6.bekk og endaði hjá Önnu sem var að segja okkur frá Ghandi. Mér fannst mjög gaman í hringekjunni og við lærðum margt, meðal annars um Martin Luther King, egypskar múmíur og David Atthenborough. Mér fannst skemmtilegast hjá Elínrós þar sem hún spilaði á gítar, kenndi okkur tónlist og nýjan leik. Sjáumst=)

Landafræði

Hæ hæ. Undanfarið hef ég verið að vinna með Norðulöndin, og svo áttum við að velja eitt land og við fengum að ráða hvort við notuðum movie maker eða power point. Ég valdi danmörku og að gera powerpoint. Ég byrjaði á því að finna upplýsingar google og í kennslubók og fann síðan myndir á google og á flickr. Núna ætla að sýna þær


Snorra leikrit

Á miðönn vorum við að læra um Snorra sögu. Eftir að við vorum búin með öll verkefnin var okkur skipt í hópa og við áttum að semja leikrit úr Snorra sögu. það voru 4 í hóp og maður átti að semja einn kafla. Þegar allt var tilbúið var leikritið sýnt fyrir foreldra og ættingja á síðastliðinn þriðjudaginn (3. mars) Við áttum að skrifa leikrit upp úr þriðja kafla. Í leikritinu lék ég sögumann.

Bergrós


Þemavika

16. - 20.mars vorum við í 5. 6. og 7 bekk að læra um 5 heimsálfur. Við lærðum um eina heimsálfu á dag og skiptum síðan um stofu.

 Í Afríku lærði ég afrískan dans og fengum að smakka banana 3d_boomerangmeð kókos. Í Asíu var taílensk kona sem kenndi okkur að skera út laufblöð úr gúrkum og lærðum að dansa dans með bambusprikum. Mér fannst líka mjög gaman í Eyjaálfu en þar gerði boomerang eins og frumbyggjar Ástralíu gerðu. Það var líka mjög gaman að gera vinaböndin í S-Ameríku. Í N-Ameríku fannst mér skemmtilegast þegar við fórum í hafnarboltann. Mér fannst þessi þemavika ótrúlega skemmtileg og myndi alveg vilja gera svona aftur en bara að læra um eitthvað annað auðvitað. Bæbæ


Snorra saga

Á miðönn lásum við Snorra sögu eftir Þórarin Eldjárn. Snorri var einn þriggja bræðra á Hvammi í Dölum og var hann af Sturlunga ætt. Bókin var skemmtileg og fróðleg. Við fórum í Reykholt og sáum hvar Snorri bjó mestan hluta lífs síns. Við sáum til dæmis Snorralaug, kjallara úr kastala Snorra og gröf Snorra. Mér fannst þessi saga ofsalega góð og þakka Þórarni fyrir að endurskrifa þessa sögu. Sjáumst.Winksnorralaug

Það mælti mín móðir

Í vetur vorum við að læra um Egil Skallagrímsson. Við skrifuðum upp spurningar ú köflonum og núna erum við að gera allskyns ritunarverkefnum. Hluti af námsefninu var að læra ljóðið það mælti mín móðir. Við gerðum myndband á windows moviemaker og settum ljóðið inn á myndbandið. Ég ætla núna að sýna ykkur myndbandið. Njótið vel


Hehe

hehe það er soldið vandamál með myndbandiðþað kemur örugglega rétt strax bíðið bara rólegBlush

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband